Uncategorized

Blómin við Elliðavatn I

Elliðavatnið er í miklu uppáhaldi hjá okkur skötuhjúum, búum við það og göngum mikið í kringum það. Og alltaf kemur umhverfi þess á óvart, síbreytilegt. Ég fer oft ein og núna með símann með nýju macro linsunni og tek myndir af blómum, og göngutúr sem tekur venjulega 1 klst og 20 mín fer í 2 klst og 40 mín (er alltaf að taka tímann). Og með þessari linsu uppgötva ég ótrúlegan heim af allskonar litum formum og kemst að því að nóg er af myndefni sem vekur hjá mér áhuga.

Processed with Moldiv

Hérna er blóm smárans, gul blóm sem líkjast lúpínu en sjálf jurtin er miklu minni, hin veit ég ekki nöfnin á enda er áhugi minn bundinn við liti,form og að höndla eitthvað óvenjulegt.

Processed with Moldiv

Litarflóran er mjög fjölbreytt og formin ótrúleg.

Processed with Moldiv

Baldursbrá á hinum ýmsu vaxtarstigum.

Processed with Moldiv

Hérna er blóm illgresis sem er mjög fallegt í nærmynd, og svo hin sem eru á myndunum sem ég veit ekki hvað heita en hvíta blómið hefur þennan ótrúlega fallega krans sem maður sér ekki nema skoða með stækkunargleri, allavega ekki ég 🙂

Processed with Moldiv

Og þarna er hvíta blómið blóm arfans sem er víst mjög góð matjurt, fallega tvískipt blómblöðin.

Sé að blómin hafa misjafnan blómgunartíma svo ég hef nóg að gera í allt sumar að fylgjast með því og uppgötva nýtt og nýtt myndefni. Og ef þið vitið nöfnin á blómunum væri það ekki verra að hafa þau.

2 comments

  1. Lofthildur - 07/07/2014 07:28

    Gífurlega fallegar myndir hjá þér. 🙂

    Reply
  2. Anna Kaspersen - 24/02/2015 08:12

    Vá hvað þetta eru magnaðar myndir hjá þér af flóru íslands, sem við fyrstu sýn lætur ekki mikið yfir sér. Ótrúlega fallegt!

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *