Konur, Uncategorized

Grátt hár

Hvað við erum flest heppin að með aldrinum fáum við ókeypis litun, breytum um útlit. Það er gránum. Ég læt lita mín, hef ekki haft kjark til að láta þau vaxa en dáist að þeim sem skarta gráum makka.

image

Fór á netið og fann þessar myndir af konum með flott grátt hár.

image

Það er sammerkt með þeim sem eru í þessari seríu að þær klæða sig hlutlaust. Er sjálf hrædd um að ef ég myndi láta gráu hárin vaxa myndi ég verða svo litlaus. En þá er kannski bara að láta svörtu fötin róa og klæða sig í litrík föt.

image

Hérna er leikið sér með gráa hárið, ungt fólk sem litað hefur hárið grátt og ber það einstaklega vel, flott kona á miðjum aldri og lituð kona með rosaflott hár og það er ólitað og svo herrann virðulegur og töff.

Þegar ég var í námi í París var ein þekktasta fyrirsætan ung kona sem hafði gránað mjög snemma, um tvítugt og var rosaflott.

Takið eftir myndinni af Madonnu, mér finnst hún flott með gráa hárið, flottari en með litaða ljósa hárið.

Og karlmenn fá vissan status með gráa hárinu sem er eftirsóknarverður á meðan við konurnar fáum status sem er það ekki. Eða hvað finnst ykkur?

Þyrfti að máta gráa hárið við mig, byrja á hárkollu kannski.

1 comment

  1. Pingback: Free Piano

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *