Ferðalög, Travel

Hornstrandir

Mig hefur lengi dreymt um að fara á Hornstrandir og fyrir fjórum árum reyndum við en þá gerði brjálað veður og því ófært. En núna hafðist það.
Við fórum með Ferðafélagi Íslands og fararstjórar voru þau Páll ÁSgeir Pálsson og Sigrún Rósa Jónsdóttir. Þau þekkjum við vel eftir að hafa labbað með þeim í tvö ár, eru einstaklega fróð um þetta svæði og svo eru þau svo skemmtileg.

image

Á leiðinni fórum við um Hólmavík og þrátt fyrir súld og rigningu var ferðalagið einstaklega skemmtilegt.

image

Hittum hópinn í Bolungarvík og lögðum af stað þaðan með báti Hauks Vagnssonar og var sonur hans Þröstur háseti. Þjónustan frábær hjá þeim feðgum en Þröstur tók okkur mörg á hestbak og bar okkur í land í Lónufirði.
Skilyrði fyrir því að fá svoleiðis þjónustu var að vera léttari en 80 kg og varð skyndilegt þyngdartap hjá nokkrum karlmönnum í hópnum.

image

Af hópnum voru 10 úr gönguhópnum okkar “Eilífu lífi” og 9 öðrum vorum við svo heppin að kynnast.

Processed with Moldiv

Héldum til í Hornbjargsvita sem er algjör lúxus. Og staðarhaldari, hann Halldór, er þvílíkur snillingur. Fyrsta kvöldið beið okkar ljúfeng kjötsúpa og nýbakað brauð, bæði rúgbrauð og heilhveitibrauð. Næsta dag steikti hann einstaklega góðar fiskibollur úr fiski sem hann hafði sjálfur veitt undan ströndinni.
Einn vitavörðurinn hann Óli kommi var þarna í nokkur ár og þarna er sovétstjarnan og herbergin hétu meðal annars Moskva, Stalingrad og Sibería.

Processed with Moldiv

Endalaust hægt að skoða þá fjölbreyttu flóru sem er á þessum afskekkta stað.

Processed with Moldiv

Brönugrös, man ég ekki eftir að hafa séð áður.

image

Halldór að nostra við súpuna.

image

Þetta varð svolítið blautur túr.

image

En mikið hlegið og allir skemmtu sér vel.

Processed with Moldiv

Bjarnavík, þar var ýmislegt að sjá í fjörunni.

Processed with Moldiv

Við fórum í göngu uppá Hornbjarg og Horn en vegna þoku sáum við nú ekki mikið. Við verðum bara að fara aftur.
Á leiðinni til baka gengum við frá vitanum í Veiðileysufjörð í ævintýralegri þoku.

Processed with Moldiv

Komin á leiðarenda og báturinn kominn til að sækja okkur. Og fórum síðan á Tjöruhúsið og fengum okkur gott að borða saman.

2 comments

  1. Sigríður Dögg Guðjónsson - 16/07/2014 01:20

    Takk fyrir að deila gleði og fegurð.
    <3

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *