Ferðalög, Iceland, Travel

Sumar og sól, sumar og sól…….. fyrir austan

Við eltum sólina og fórum austur á Borgarfjörð Eystri með hinum gönguhópnum okkar sem heitir Hægt og Bítandi. Gengum þaðan yfir í Breiðuvík á fyrsta degi, svo yfir í Húsavík og síðasti skálinn var í Loðmundarfirði, þaðan var gengið aftur yfir í Borgarfjörð, síðasta daginn.

Við Elfar erum dugleg að taka myndir og í þessari sögu eru myndir eftir okkur bæði.

Processed with Moldiv

Flugum úr sólinni í Reykjavík í rigningu á Egilsstöðum en morgunin eftir var komið yndislegt sumarveður eins og best gerist á Austurlandi.

Processed with Moldiv

Fórum úr álfabænum Bakkagerði áleiðis yfir í víkina breiðu. Bláklukkan út um allt og gladdi okkur.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Ferðafélagarnir fengu að kenna á nýju Fisheye linsunni minni. En þeir fyrirgefa mér vonandi.

Processed with Moldiv

En þau eru svona hugguleg í raun. Og ekkert breyst við það að ganga þarna fyrir austan nema að sjálfsögðu hressari og glaðari á sál og líkama, ef að það var þá hægt.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Njóta en ekki þjóta er eitt af einkunnarorðum gönguhópsins og það var svo sannarlega notið alls sem fallegt umhverfi og góður félagsskapur hefur uppá að bjóða. Keyrt á snjósleðum í þykjustunni, myndlistasýning skoðuð, tærnar baðaðar, prjónuð peysa fyrir næstu Þjóðhátið og endalaust tekið af myndum.

Einn úr hópnum hann Ævar bjó lengi í Noregi og kynnti okkur fyrir hinum ýmsu göngusiðum norðmanna, meðal annars að taka með sér heitar pyslur í hitabrúsanum sem er hrein snilld.
Getum ýmislegt lært af norðmönnum annað en að fara betur með peningana okkar.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Skálarnir á leiðinni einstaklega flottir og séð fyrir öllu, meira að segja veðurfræðingur í Breiðuvík, alveg nauðsynlegt að hafa þá í sem flestum skálum á fjöllum. Skelltum okkur í kvöldgöngu í fjörunni.

Processed with Moldiv

Austfjarðaþokan sendi okkur smá sýnishorn þennan daginn. Og þá ekki tekið eins mikið af myndum.Þokunni létti fljótlega.

Hvítserkur freistaði fjögurra hraustra karla í hópnum og þeir skelltu sér á toppinn. En fjallið er einstaklega fallegt.

Processed with Moldiv

Í öllum skálum á leiðinni hittum við sama hóp af útlendingum og með honum var hann Aðalsteinn leiðsögumaður, hress og kátur og okkur þótti hann standa sig með eindæmum vel og þurfti meðal annars að elda ofan í hópinn alla dagana.

Við hittum líka vin við Húsavíkurskála, hann Styrkár en hans hópur gekk öfugan hring við okkur.

Húsavíkurskáli stendur á einstaklega fallegum stað og er nákvæmlega eins skáli og í Breiðuvík og svolítið skrítið að vera í eins húsi aftur en á öðrum stað.

Skálaverðirnir í þessum skálum vinna allir í sjálfboðavinnu, eina viku í senn og er víst slegist um að fá að gegna þessu skemmtilega starfi. Ég frétti svo að ein besta vinkona mín hefði verið í Breiðuvík vikunni á undan okkur, hefði verið gaman að hitta þau.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Loðmundarfjörður var næstur og þennan dag var Bongóblíða og fyrir okkur sunnanbúa jafnvel of heitt en við létum okkur hafa það 🙂

Processed with Moldiv

Í Loðmundarfirði var slegið upp sameiginlegri veislu, grilluð læri og runnu þau ljúft niður.

Þarna hitti ég skólabróðir minn úr Keflavík hann Bjarna Sigurðsson en þau hjón voru þarna skálaverðir í annað sinn.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Síðasta daginn byrjuðum við að ganga í rigningu, reyndar vorum við orðin svo góðu vön að við trúðum því varla að það væri rigning. En fljótlega stytti upp og við gengum restina af leiðinni léttklædd og jafnvel þó að vinkona okkar þokan heilsaði uppá okkur efst í Kækjuskarðinu.

Borgarfjörður blasti við okkur í blíðunni, einstaklega fallegur með þessi líka guðdómlegur fjöll allt í kring og þvílíkt líf, því Bræðslan var byrjuð og bærinn iðaði af lífi. En því miður var okkar Elfars fríi lokið og við flugum með gamla félaginu mínu, Flugfélagi Íslands aftur heim.

Frábærri gönguferð lokið og við alveg heilluð af Austurlandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *