fashion, Iceland, Konur, Tíska

Litríkt sumarpartý

Ég var svo heppin að vera boðin í fimmtugsafmæli hjá glæsilegri konu, henni Berglindi Baldursdóttur. Fannst reyndar ótrúlegt að hún væri orðin 50 ára, því hún ber aldurinn einstaklega vel.

Berglind var svo sniðug að biðja dömurnar að koma í síðum litríkum kjólum og herrana í hvítum skyrtum og með hatt. Meirihluti gesta varð við þessu og með einstöku veðri þetta kvöld varð þetta til að skapa frábæra stemmingu.

image

Bleikt og Another Year of Fabulous var þema veislunnar enda afmælisbarnið manneskja sem lifir lífinu til fulls. Er sjálf lærður ljósmyndari, skíðakennari, flugfreyja og lífskúnstner.

image

image
Svo gaman að sjá konur skarta litríkum fötum. Og sólin kallar fram bros hjá öllum.

image

Fleiri bros
image

Herrarnir flottir með hattana.

image

Og þeir klæddu sig líka í sumarleg og föt og voru djarfir í skóvali.

image

Ari Eldjárn fyrrverandi flugþjónn var með uppistand og sló í gegn. En Berglind var kennari hans á flugþjónanámsskeiðinu.

Og á þessum myndum sést vel hversu góð stemmingin var og hversu litríkt það var.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *