Ferðalög, Iceland, Travel, Uncategorized

Vestmannaeyjar

Fórum til Vestmannaeyja um helgina. Hjá okkur er dóttir hans Elfars, mannsins míns, Ásdís María og tengdasonurinn hann Baldur og við skelltum okkur þangað. Mamma, pabbi, Magga móðursystir og Pétur maðurinn hennar voru í íbúð þar og buðu okkur að gista.

Í Vestmannaeyjum er ég svo heppinn að eiga frábæran frænda, hann Nonna sem er sonur Möggu og Péturs. hann er öllum hnútum kunnur þar og fór með okkur í snilldartúr um eyjarnar.
Hann var lengi sálfræðingurinn í Vestmannaeyjum og fékk viðurnefnið Jón sáli en er víst kallaður Jón aurasáli í dag það sem hann stýrir meðal annars peningamálum bæjarins. Heimamenn samir við sig.

Processed with Moldiv

Það var súld og rigning er við sigldum yfir en ég er ekkert að sýna myndir af því, enda miklu skemmtilegra að sýna eyjuna í sinni fegurstu mynd. En veðrið var frábær seinni daginn.

Processed with Moldiv

Við gistum í frábærri íbúð sem útbúin er af Árni Johnsen og frú. Útsýnið er guðdómlegt þaðan og umhverfis voru verk Árna.

Processed with Moldiv

Ég kom síðast til Vestmannaeyja fyrir meira en tuttugu árum og fannst þá að bærinn væri í niðurníðslu en þvílík breyting. Í er hann einstaklega flottur og lifandi, umhverfisverkin út um allt og einstaklega gaman að taka myndir þar.

Processed with Moldiv

Eldheimar, nýja safnið um eldgosið er meiriháttar. Þvílíkar tilfinningar sem brutust út er maður skoðaði safnið.

Man sjálf eftir þessum degi þegar gosið byrjaði og sérstaklega sterk minningin um mömmu standandi í náttsloppnum við útvarpið í eldhúsinu og gráta yfir fréttunum um allt fólkið þar sem yfirgefa þurfti heimili sín. Þær tilfinningar brutust aftur fram þarna og þá hjá okkur báðum mæðgunum.

Processed with Moldiv

Mínum áhuga á veggjalist var svalað svo um munaði í eyjunum. Og þarf að fara aftur því ég náði ekki að sjá allt.

Guido van Halten ástralskur listamaður sem ég held mikið uppá og á frábærar veggmyndir á Héðinshúsinu og Seljaveg 2 í Reykjavík, hefur gert eina mynd í Vestmanneyjum og hún ekki síðri en hinar. Og umhverfisgarðurinn sem Gunna Dís og co gerðu þarna er fallegt umhverfi fyrir myndina.

Processed with Moldiv

Þarna er líka flott verk sem Eimskipafélagið hefur látið gera en það er eftir Kristínu Þorláksdóttur og Ými Grönvold.

Bakarí eitt í bænum hefur líka látið útbúa skemmtilega auglýsingu á vegginn hjá sér.

Processed with Moldiv

Náttúrufegurðin í eyjum er einstök, maður sýpur hveljur við hvert fótmál og Nonni frændi minn gerði söguna svo lifandi og gæddi staðina lífi.

En einu lundarnir sem ég sá voru málaðir á vegg í bænum.

Ekki er mikið um tré í bænum en sáum nokkra fallega garða og í einum þeirra var varað við reiðum hundi.

Processed with Moldiv

Í eyjum eru víst 24 veitingastaðir yfir sumartímann og við heimsóttum einn þeirra, Gott. Frábær staður rekinn af Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurði Gíslasyni sem gefið hafa út Heilsurétti Fjölskyldunnar.

Bæði er hann fallega innréttaður og maturinn einstaklega bragðgóður og gott viðmót starfsfólks.

Og þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi en Ásdís og Baldur eru grænmetisætur og Baldur Vegan. Þau fengu einstaklega gómsætan rétt.

Processed with Moldiv

Við kvöddum eyjarnar með söknuði og staðráðin í að koma fljótt aftur til baka.

Alltof mikið sem við áttum eftir að sjá og gera, klífa fjöllin, taka fleiri myndir, prófa fleiri veitingastaði, fara í siglingu og heimsækja vini.

Sjáumst fljótt aftur Vestmannaeyjar.

2 comments

 1. Ásgeir Sighvatsson - 17/08/2014 13:03

  Þakka þér fyrir skemmtilega ferðalysingu. Ég er fæddur í Vestmannaeyjum og man vel gosnóttina, á líklega fyrstu kvikmyndina sem var tekin af gosinu. Ég er sammála þér að Eyjan hefur fríkkað mikið upp á síðkastið og það er reglulega gaman að fara í eins til tveggja daga ferðir þangað.Kemorðið svo sjaldan að ég er farinn að sjá Eyjarnar í augum ferðamanns og upplifði ég þær svipað og þú. Það sem mér fannst vanta uppá voru myndir af stafakirkjunni og myndir teknar ofan af fjöllum. Sem betur fer birtir Ú ekki mynd af sinunni í Herjólfsdal en hún er að mínu áliti eitt allsherjar umhverfisslys. En takk aftur og haltu þessu áfram. 😉

  Reply
 2. google keyword tool external - 05/11/2015 07:44

  Great blog! Do you have any tips and hints for aspiring writers?
  I’m hoping to start my own website soon but I’m a little lost
  on everything. Would you recommend starting with a free
  platform like WordPress or go for a paid option? There
  are so many choices out there that I’m completely confused
  .. Any recommendations? Kudos!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *