Ég hafði aldrei séð villt jarðaber á Íslandi áður, reyndar voru þau í beði í garði en voru upprunalega fundin úti í villtri náttúrunni. Og svo eru þau svo falleg og fínleg.

Processed with Moldiv

Ég var alveg heilluð og Guðrún húsfreyja í Skógum gaf mér afleggjara. Og hann var settur niður í Grímsnesinu. Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig honum reiðir af. Tek það fram að hún Guðrún bauð mér afleggjara án þess að ég bæði um hann, enda er ég ekki mikil garðyrkjukona finnst óhemju gott að borða góðar afurðir úr görðum og elda úr þeim en er ekki mikið fyrir að rækta neitt.

IMG_4276

Allt er aðeins minn á villtu jarðaberjunum en það er það sem gerir þau svo heillandi.

IMG_4291

Berin eru pínupons en óhemjufalleg. Eru súrari en ræktuðu berin.
Jarðvegurinn sem þau voru í var að mestu aska úr Eyjafjallajökli og virtust þau dafna vel í henni.

 

Hef svo oft rekið mig á að ég verð að gefa borgum tækifæri. Lesa mig til og fara svo að kanna borgina á eigin spýtur. Þannig var það með Denver. Komst að raun um að hún er mjög spennandi borg og hefur uppá ýmislegt að bjóða.

20140623-010621-3981754.jpgVar búin að kynna mér aðeins Denver áður en ég fór í þetta sinn og sá að Larimer Square  (larimersquare.com ) var gata sem vert var að kíkja í. Og þangað fór ég og þetta er frábær gata, fullt af spennandi sérbúðum og veitingahúsum.

IMG_1485

Einn þeirra Rioja riojadenver.com  virtist standa uppúr og fá bestu umfjöllunina. Ég þangað og fékk besta og fallegast mat sem ég hef fengið í Bandaríkjunum. MMmmm….. hvað þetta var gott og fallegt. Ég tók fullt af myndum á staðnum og þjónarnir voru farnir að halda að ég væri matargagnrýnandi en það var ekki hægt annað en að taka myndir.

IMG_1486

 

Meira að segja borðplatan var fallegur grunnur fyrir myndirnar. Brauðið fallegt og borið fram í flottri körfu og þú valdir úr henni, smjörið á fallegum bakka og svo framvegis. Allt til að gera matinn sem girnilegastan. Svo var alltaf verið að bera í þig ýmislegt girnilegt smakk, eins og til dæmis heimagerðu kartöflufögurnar sem voru æði.

Processed with Moldiv

Strákarnir í flottu hatta búðinni, Goorin Bros. Hat Shop. Þeir sjálfir mjög skemmtilegir, annar þeirra sagðist vera frá Alabama og þegar ég spurði hann afhverju hann væri í Denver, sagði hann “Af því að Denver er ekki Alabama”, túlki það hver sem vill.

Processed with Moldiv

Þessar ferskur voru málaðar í einum undirgöngum og engillinn var fyrir utan franskan veitingastað “Bistro Vendome” sem mér skilst að sé þess virði að kíkja á, er bara opin á kvöldin.

Processed with Moldiv

Þennan dag var veðrið yndislegt og mikið um að vera í götunni. Og lífið þar gerði mig glaða í bragði og hlakkaði til að koma hingað aftur og “Walk in love”.