Menningarnótt í Reykjavík hefur mér alltaf fundist æðisleg og í nokkur ár var ég með súpuboð í garðinum á Ránargötunni þar sem ég á íbúð. Þar komu saman ættingjar og vinir og hvíldu sig og nærðu áður en tónleikar Rásar 2 byrjuðu. Þetta var orðinn fastur liður hjá mörgum að koma við hjá mér þennan dag. Í ár var engin veisla hjá mér frekar en síðustu 4 ár en kannski á næsta ári. En mikið var þetta flott Menningarnótt, veðrið yndislegt og það sem í boði var frábært.

Processed with Moldiv

Við gengum niður Skólavörðustíg og þar var mikið fjör í Kaolín handverksbúð sem nokkrar listakonur reka. þar á meðal hún Ása Tryggvadóttir, mikil smekkkona, gaman að kíkja inn hjá þeim.

Processed with Moldiv

Týs Gallerí var næst og þar var sýning Steingríms Eyfjörð og fleiri og þar fengu við frábæra leiðsögn um mjög skemmtilega sýningu og ég fékk að spreyta mig í að taka myndir.

Processed with Moldiv

Á Óðinstorgi var mikið um að vera, þar var verið að kynna lambakjötið og mikið var það gott. Snaps var með bás og ung kona spilaði flott á pÍanó út á torgi og Skoppa og Skrýtla skemmtu ungum aðdáendum. Bíómyndin París Norðursins var líka verið að kynna og leikarar og aðstandendur buðu uppá kaffi og tækifæri að bera stjörnur myndarinnar augum.

Og punkturinn yfir I-ið var að fara í vöfflur til Borgarstjóra og frú og mikið var vel tekið á móti fólki þar, einstök hlýja og hvað maður var velkomin enda biðröð útúr dyrum.

Processed with Moldiv

Allavega markaðir spruttu upp hér og þar og Ostabúðin var með gómsætar samlokur og fleira til sölu og mikið voru þær góðar mmmmm……

Processed with Moldiv

Ég eyddi Menningarnótt með mömmu, pabba framan af, svo bættust Magga móðursystir og Pétur maður hennar í hópinn.

Og eitt það skemmtilegasta við Menningarnótt er hvað maður hittir marga. Þarna hitti ég hann Heimi vin minn til næstum 30 ára.

Processed with Moldiv

Ólafur Elíasson selur sólarorkuljós á torginu, dansaður er Tangó í Bankastræti, konur skarta litríkum kjólum og Sirkusinn auglýstur með flottum auglýsingum, allt þetta á smábletti.

Processed with Moldiv

Hægt var að ræða Heimsspeki á mannamáli og húlla hoppa í Kvosinni.

IMG_6549

Reykjavíkurdætur voru frábærar, hafði heyrt um þessa Rappsveit en aldrei heyrt í þeim. Snilldartextar og frábær flutningur.

Processed with Moldiv

Á Ránargötunni voru fyrrverandi nágrannar mínir með hátíð. Buðu uppá vöfflur, hún Lady Þóra spáði fyrir fólk, Spaðarnir spiluðu fyrir gesti og gangandi, hægt var að taka í tafl og handverk var selt. Mikið sakna ég götunnar minnar.

Processed with Moldiv

Bókasafnið í Tryggvagötu kom sterkt inn. Þar settist ég með Möggu og við bjuggum til ljóð.

Processed with Moldiv

Litum við hjá Koggu leirlistakonu. Einstaklega fallega skreytt búðin svo unun var á að horfa og ég sjúk að taka myndir.

Processed with Moldiv

Við fórum síðan í Hörpuna, frábært að nýta þetta hús. Kíktum í Expo skálann, vel þess virði að bíða í 20 mín eftir að komast inn. Nýdönsk tók nokkur lög í Eldborg og Garðar Cortes stjórnaði fjöldasöng.

Kvöldið endaði að sjálfsögðu á Arnarhól á frábærum tónleikum Rásar 2 og flugeldasýningu sem toppaði allt.

Hlakka til að fara á næsta ári og takk fyrir mig.

Fórum til Vestmannaeyja um helgina. Hjá okkur er dóttir hans Elfars, mannsins míns, Ásdís María og tengdasonurinn hann Baldur og við skelltum okkur þangað. Mamma, pabbi, Magga móðursystir og Pétur maðurinn hennar voru í íbúð þar og buðu okkur að gista.

Í Vestmannaeyjum er ég svo heppinn að eiga frábæran frænda, hann Nonna sem er sonur Möggu og Péturs. hann er öllum hnútum kunnur þar og fór með okkur í snilldartúr um eyjarnar.
Hann var lengi sálfræðingurinn í Vestmannaeyjum og fékk viðurnefnið Jón sáli en er víst kallaður Jón aurasáli í dag það sem hann stýrir meðal annars peningamálum bæjarins. Heimamenn samir við sig.

Processed with Moldiv

Það var súld og rigning er við sigldum yfir en ég er ekkert að sýna myndir af því, enda miklu skemmtilegra að sýna eyjuna í sinni fegurstu mynd. En veðrið var frábær seinni daginn.

Processed with Moldiv

Við gistum í frábærri íbúð sem útbúin er af Árni Johnsen og frú. Útsýnið er guðdómlegt þaðan og umhverfis voru verk Árna.

Processed with Moldiv

Ég kom síðast til Vestmannaeyja fyrir meira en tuttugu árum og fannst þá að bærinn væri í niðurníðslu en þvílík breyting. Í er hann einstaklega flottur og lifandi, umhverfisverkin út um allt og einstaklega gaman að taka myndir þar.

Processed with Moldiv

Eldheimar, nýja safnið um eldgosið er meiriháttar. Þvílíkar tilfinningar sem brutust út er maður skoðaði safnið.

Man sjálf eftir þessum degi þegar gosið byrjaði og sérstaklega sterk minningin um mömmu standandi í náttsloppnum við útvarpið í eldhúsinu og gráta yfir fréttunum um allt fólkið þar sem yfirgefa þurfti heimili sín. Þær tilfinningar brutust aftur fram þarna og þá hjá okkur báðum mæðgunum.

Processed with Moldiv

Mínum áhuga á veggjalist var svalað svo um munaði í eyjunum. Og þarf að fara aftur því ég náði ekki að sjá allt.

Guido van Halten ástralskur listamaður sem ég held mikið uppá og á frábærar veggmyndir á Héðinshúsinu og Seljaveg 2 í Reykjavík, hefur gert eina mynd í Vestmanneyjum og hún ekki síðri en hinar. Og umhverfisgarðurinn sem Gunna Dís og co gerðu þarna er fallegt umhverfi fyrir myndina.

Processed with Moldiv

Þarna er líka flott verk sem Eimskipafélagið hefur látið gera en það er eftir Kristínu Þorláksdóttur og Ými Grönvold.

Bakarí eitt í bænum hefur líka látið útbúa skemmtilega auglýsingu á vegginn hjá sér.

Processed with Moldiv

Náttúrufegurðin í eyjum er einstök, maður sýpur hveljur við hvert fótmál og Nonni frændi minn gerði söguna svo lifandi og gæddi staðina lífi.

En einu lundarnir sem ég sá voru málaðir á vegg í bænum.

Ekki er mikið um tré í bænum en sáum nokkra fallega garða og í einum þeirra var varað við reiðum hundi.

Processed with Moldiv

Í eyjum eru víst 24 veitingastaðir yfir sumartímann og við heimsóttum einn þeirra, Gott. Frábær staður rekinn af Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurði Gíslasyni sem gefið hafa út Heilsurétti Fjölskyldunnar.

Bæði er hann fallega innréttaður og maturinn einstaklega bragðgóður og gott viðmót starfsfólks.

Og þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi en Ásdís og Baldur eru grænmetisætur og Baldur Vegan. Þau fengu einstaklega gómsætan rétt.

Processed with Moldiv

Við kvöddum eyjarnar með söknuði og staðráðin í að koma fljótt aftur til baka.

Alltof mikið sem við áttum eftir að sjá og gera, klífa fjöllin, taka fleiri myndir, prófa fleiri veitingastaði, fara í siglingu og heimsækja vini.

Sjáumst fljótt aftur Vestmannaeyjar.

Ég var svo heppin að vera boðin í fimmtugsafmæli hjá glæsilegri konu, henni Berglindi Baldursdóttur. Fannst reyndar ótrúlegt að hún væri orðin 50 ára, því hún ber aldurinn einstaklega vel.

Berglind var svo sniðug að biðja dömurnar að koma í síðum litríkum kjólum og herrana í hvítum skyrtum og með hatt. Meirihluti gesta varð við þessu og með einstöku veðri þetta kvöld varð þetta til að skapa frábæra stemmingu.

image

Bleikt og Another Year of Fabulous var þema veislunnar enda afmælisbarnið manneskja sem lifir lífinu til fulls. Er sjálf lærður ljósmyndari, skíðakennari, flugfreyja og lífskúnstner.

image

image
Svo gaman að sjá konur skarta litríkum fötum. Og sólin kallar fram bros hjá öllum.

image

Fleiri bros
image

Herrarnir flottir með hattana.

image

Og þeir klæddu sig líka í sumarleg og föt og voru djarfir í skóvali.

image

Ari Eldjárn fyrrverandi flugþjónn var með uppistand og sló í gegn. En Berglind var kennari hans á flugþjónanámsskeiðinu.

Og á þessum myndum sést vel hversu góð stemmingin var og hversu litríkt það var.

Við eltum sólina og fórum austur á Borgarfjörð Eystri með hinum gönguhópnum okkar sem heitir Hægt og Bítandi. Gengum þaðan yfir í Breiðuvík á fyrsta degi, svo yfir í Húsavík og síðasti skálinn var í Loðmundarfirði, þaðan var gengið aftur yfir í Borgarfjörð, síðasta daginn.

Við Elfar erum dugleg að taka myndir og í þessari sögu eru myndir eftir okkur bæði.

Processed with Moldiv

Flugum úr sólinni í Reykjavík í rigningu á Egilsstöðum en morgunin eftir var komið yndislegt sumarveður eins og best gerist á Austurlandi.

Processed with Moldiv

Fórum úr álfabænum Bakkagerði áleiðis yfir í víkina breiðu. Bláklukkan út um allt og gladdi okkur.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Ferðafélagarnir fengu að kenna á nýju Fisheye linsunni minni. En þeir fyrirgefa mér vonandi.

Processed with Moldiv

En þau eru svona hugguleg í raun. Og ekkert breyst við það að ganga þarna fyrir austan nema að sjálfsögðu hressari og glaðari á sál og líkama, ef að það var þá hægt.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Njóta en ekki þjóta er eitt af einkunnarorðum gönguhópsins og það var svo sannarlega notið alls sem fallegt umhverfi og góður félagsskapur hefur uppá að bjóða. Keyrt á snjósleðum í þykjustunni, myndlistasýning skoðuð, tærnar baðaðar, prjónuð peysa fyrir næstu Þjóðhátið og endalaust tekið af myndum.

Einn úr hópnum hann Ævar bjó lengi í Noregi og kynnti okkur fyrir hinum ýmsu göngusiðum norðmanna, meðal annars að taka með sér heitar pyslur í hitabrúsanum sem er hrein snilld.
Getum ýmislegt lært af norðmönnum annað en að fara betur með peningana okkar.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Skálarnir á leiðinni einstaklega flottir og séð fyrir öllu, meira að segja veðurfræðingur í Breiðuvík, alveg nauðsynlegt að hafa þá í sem flestum skálum á fjöllum. Skelltum okkur í kvöldgöngu í fjörunni.

Processed with Moldiv

Austfjarðaþokan sendi okkur smá sýnishorn þennan daginn. Og þá ekki tekið eins mikið af myndum.Þokunni létti fljótlega.

Hvítserkur freistaði fjögurra hraustra karla í hópnum og þeir skelltu sér á toppinn. En fjallið er einstaklega fallegt.

Processed with Moldiv

Í öllum skálum á leiðinni hittum við sama hóp af útlendingum og með honum var hann Aðalsteinn leiðsögumaður, hress og kátur og okkur þótti hann standa sig með eindæmum vel og þurfti meðal annars að elda ofan í hópinn alla dagana.

Við hittum líka vin við Húsavíkurskála, hann Styrkár en hans hópur gekk öfugan hring við okkur.

Húsavíkurskáli stendur á einstaklega fallegum stað og er nákvæmlega eins skáli og í Breiðuvík og svolítið skrítið að vera í eins húsi aftur en á öðrum stað.

Skálaverðirnir í þessum skálum vinna allir í sjálfboðavinnu, eina viku í senn og er víst slegist um að fá að gegna þessu skemmtilega starfi. Ég frétti svo að ein besta vinkona mín hefði verið í Breiðuvík vikunni á undan okkur, hefði verið gaman að hitta þau.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Loðmundarfjörður var næstur og þennan dag var Bongóblíða og fyrir okkur sunnanbúa jafnvel of heitt en við létum okkur hafa það 🙂

Processed with Moldiv

Í Loðmundarfirði var slegið upp sameiginlegri veislu, grilluð læri og runnu þau ljúft niður.

Þarna hitti ég skólabróðir minn úr Keflavík hann Bjarna Sigurðsson en þau hjón voru þarna skálaverðir í annað sinn.

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Processed with Moldiv

Síðasta daginn byrjuðum við að ganga í rigningu, reyndar vorum við orðin svo góðu vön að við trúðum því varla að það væri rigning. En fljótlega stytti upp og við gengum restina af leiðinni léttklædd og jafnvel þó að vinkona okkar þokan heilsaði uppá okkur efst í Kækjuskarðinu.

Borgarfjörður blasti við okkur í blíðunni, einstaklega fallegur með þessi líka guðdómlegur fjöll allt í kring og þvílíkt líf, því Bræðslan var byrjuð og bærinn iðaði af lífi. En því miður var okkar Elfars fríi lokið og við flugum með gamla félaginu mínu, Flugfélagi Íslands aftur heim.

Frábærri gönguferð lokið og við alveg heilluð af Austurlandi.