Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Processed with MOLDIV

Ég var svo heppin að vera boðin í fimmtugsafmæli hjá glæsilegri konu, henni Berglindi Baldursdóttur. Fannst reyndar ótrúlegt að hún væri orðin 50 ára, því hún ber aldurinn einstaklega vel.

Berglind var svo sniðug að biðja dömurnar að koma í síðum litríkum kjólum og herrana í hvítum skyrtum og með hatt. Meirihluti gesta varð við þessu og með einstöku veðri þetta kvöld varð þetta til að skapa frábæra stemmingu.

image

Bleikt og Another Year of Fabulous var þema veislunnar enda afmælisbarnið manneskja sem lifir lífinu til fulls. Er sjálf lærður ljósmyndari, skíðakennari, flugfreyja og lífskúnstner.

image

image
Svo gaman að sjá konur skarta litríkum fötum. Og sólin kallar fram bros hjá öllum.

image

Fleiri bros
image

Herrarnir flottir með hattana.

image

Og þeir klæddu sig líka í sumarleg og föt og voru djarfir í skóvali.

image

Ari Eldjárn fyrrverandi flugþjónn var með uppistand og sló í gegn. En Berglind var kennari hans á flugþjónanámsskeiðinu.

Og á þessum myndum sést vel hversu góð stemmingin var og hversu litríkt það var.

Hvað við erum flest heppin að með aldrinum fáum við ókeypis litun, breytum um útlit. Það er gránum. Ég læt lita mín, hef ekki haft kjark til að láta þau vaxa en dáist að þeim sem skarta gráum makka.

image

Fór á netið og fann þessar myndir af konum með flott grátt hár.

image

Það er sammerkt með þeim sem eru í þessari seríu að þær klæða sig hlutlaust. Er sjálf hrædd um að ef ég myndi láta gráu hárin vaxa myndi ég verða svo litlaus. En þá er kannski bara að láta svörtu fötin róa og klæða sig í litrík föt.

image

Hérna er leikið sér með gráa hárið, ungt fólk sem litað hefur hárið grátt og ber það einstaklega vel, flott kona á miðjum aldri og lituð kona með rosaflott hár og það er ólitað og svo herrann virðulegur og töff.

Þegar ég var í námi í París var ein þekktasta fyrirsætan ung kona sem hafði gránað mjög snemma, um tvítugt og var rosaflott.

Takið eftir myndinni af Madonnu, mér finnst hún flott með gráa hárið, flottari en með litaða ljósa hárið.

Og karlmenn fá vissan status með gráa hárinu sem er eftirsóknarverður á meðan við konurnar fáum status sem er það ekki. Eða hvað finnst ykkur?

Þyrfti að máta gráa hárið við mig, byrja á hárkollu kannski.

imageNew York er alltaf svo spennandi. Alltaf langað til að fara inn á Ace Hotelið. Þar er gamaldags ljósmyndakassi og ég ákvað að prufa að taka mynd og langaði að fara aftur og aftur

París er yndisleg og ekki verra að vera með parísarklíkunni minni, Ingu, Sigrúnu, Grėtu og Heimi. Borgin alltaf jafn yndisleg og  stór hluti af okkur öllum, þar lærðum við öll og tókum svo margt með okkur heim, matarást, ást á húsalist, myndlist, og áhugi á mannlífinu yfirhöfuð.

image image

Fann þessar myndir af ofboðslega flottum konum. Þær eru á aldrinum 59 – 83 ára, hver annarri flottari. Myndirnar eru teknar af Ljósmyndaranum og bloggaranum Ari Seth Cohen fyrir Vouge fyrir júlí heftið núna í sumar.

image

 

Hugmyndaríkar og drjarfar í klæðaburði og sóma sér vel á síðum hvaða tískublaðs sem er. Finnst reyndar að tískuhús eigi að nota módel á öllum aldri til þess að sýna fötin þeirra.

image

 

Ég sjálf mætti taka þær til fyrirmyndar og vera djarfari að klæða mig, t.d. í liti. Er alltof svört.