Menningarnótt í Reykjavík hefur mér alltaf fundist æðisleg og í nokkur ár var ég með súpuboð í garðinum á Ránargötunni þar sem ég á íbúð. Þar komu saman ættingjar og vinir og hvíldu sig og nærðu áður en tónleikar Rásar 2 byrjuðu. Þetta var orðinn fastur liður hjá mörgum að koma við hjá mér þennan dag. Í ár var engin veisla hjá mér frekar en síðustu 4 ár en kannski á næsta ári. En mikið var þetta flott Menningarnótt, veðrið yndislegt og það sem í boði var frábært.

Processed with Moldiv

Við gengum niður Skólavörðustíg og þar var mikið fjör í Kaolín handverksbúð sem nokkrar listakonur reka. þar á meðal hún Ása Tryggvadóttir, mikil smekkkona, gaman að kíkja inn hjá þeim.

Processed with Moldiv

Týs Gallerí var næst og þar var sýning Steingríms Eyfjörð og fleiri og þar fengu við frábæra leiðsögn um mjög skemmtilega sýningu og ég fékk að spreyta mig í að taka myndir.

Processed with Moldiv

Á Óðinstorgi var mikið um að vera, þar var verið að kynna lambakjötið og mikið var það gott. Snaps var með bás og ung kona spilaði flott á pÍanó út á torgi og Skoppa og Skrýtla skemmtu ungum aðdáendum. Bíómyndin París Norðursins var líka verið að kynna og leikarar og aðstandendur buðu uppá kaffi og tækifæri að bera stjörnur myndarinnar augum.

Og punkturinn yfir I-ið var að fara í vöfflur til Borgarstjóra og frú og mikið var vel tekið á móti fólki þar, einstök hlýja og hvað maður var velkomin enda biðröð útúr dyrum.

Processed with Moldiv

Allavega markaðir spruttu upp hér og þar og Ostabúðin var með gómsætar samlokur og fleira til sölu og mikið voru þær góðar mmmmm……

Processed with Moldiv

Ég eyddi Menningarnótt með mömmu, pabba framan af, svo bættust Magga móðursystir og Pétur maður hennar í hópinn.

Og eitt það skemmtilegasta við Menningarnótt er hvað maður hittir marga. Þarna hitti ég hann Heimi vin minn til næstum 30 ára.

Processed with Moldiv

Ólafur Elíasson selur sólarorkuljós á torginu, dansaður er Tangó í Bankastræti, konur skarta litríkum kjólum og Sirkusinn auglýstur með flottum auglýsingum, allt þetta á smábletti.

Processed with Moldiv

Hægt var að ræða Heimsspeki á mannamáli og húlla hoppa í Kvosinni.

IMG_6549

Reykjavíkurdætur voru frábærar, hafði heyrt um þessa Rappsveit en aldrei heyrt í þeim. Snilldartextar og frábær flutningur.

Processed with Moldiv

Á Ránargötunni voru fyrrverandi nágrannar mínir með hátíð. Buðu uppá vöfflur, hún Lady Þóra spáði fyrir fólk, Spaðarnir spiluðu fyrir gesti og gangandi, hægt var að taka í tafl og handverk var selt. Mikið sakna ég götunnar minnar.

Processed with Moldiv

Bókasafnið í Tryggvagötu kom sterkt inn. Þar settist ég með Möggu og við bjuggum til ljóð.

Processed with Moldiv

Litum við hjá Koggu leirlistakonu. Einstaklega fallega skreytt búðin svo unun var á að horfa og ég sjúk að taka myndir.

Processed with Moldiv

Við fórum síðan í Hörpuna, frábært að nýta þetta hús. Kíktum í Expo skálann, vel þess virði að bíða í 20 mín eftir að komast inn. Nýdönsk tók nokkur lög í Eldborg og Garðar Cortes stjórnaði fjöldasöng.

Kvöldið endaði að sjálfsögðu á Arnarhól á frábærum tónleikum Rásar 2 og flugeldasýningu sem toppaði allt.

Hlakka til að fara á næsta ári og takk fyrir mig.