Fórum til Vestmannaeyja um helgina. Hjá okkur er dóttir hans Elfars, mannsins míns, Ásdís María og tengdasonurinn hann Baldur og við skelltum okkur þangað. Mamma, pabbi, Magga móðursystir og Pétur maðurinn hennar voru í íbúð þar og buðu okkur að gista.

Í Vestmannaeyjum er ég svo heppinn að eiga frábæran frænda, hann Nonna sem er sonur Möggu og Péturs. hann er öllum hnútum kunnur þar og fór með okkur í snilldartúr um eyjarnar.
Hann var lengi sálfræðingurinn í Vestmannaeyjum og fékk viðurnefnið Jón sáli en er víst kallaður Jón aurasáli í dag það sem hann stýrir meðal annars peningamálum bæjarins. Heimamenn samir við sig.

Processed with Moldiv

Það var súld og rigning er við sigldum yfir en ég er ekkert að sýna myndir af því, enda miklu skemmtilegra að sýna eyjuna í sinni fegurstu mynd. En veðrið var frábær seinni daginn.

Processed with Moldiv

Við gistum í frábærri íbúð sem útbúin er af Árni Johnsen og frú. Útsýnið er guðdómlegt þaðan og umhverfis voru verk Árna.

Processed with Moldiv

Ég kom síðast til Vestmannaeyja fyrir meira en tuttugu árum og fannst þá að bærinn væri í niðurníðslu en þvílík breyting. Í er hann einstaklega flottur og lifandi, umhverfisverkin út um allt og einstaklega gaman að taka myndir þar.

Processed with Moldiv

Eldheimar, nýja safnið um eldgosið er meiriháttar. Þvílíkar tilfinningar sem brutust út er maður skoðaði safnið.

Man sjálf eftir þessum degi þegar gosið byrjaði og sérstaklega sterk minningin um mömmu standandi í náttsloppnum við útvarpið í eldhúsinu og gráta yfir fréttunum um allt fólkið þar sem yfirgefa þurfti heimili sín. Þær tilfinningar brutust aftur fram þarna og þá hjá okkur báðum mæðgunum.

Processed with Moldiv

Mínum áhuga á veggjalist var svalað svo um munaði í eyjunum. Og þarf að fara aftur því ég náði ekki að sjá allt.

Guido van Halten ástralskur listamaður sem ég held mikið uppá og á frábærar veggmyndir á Héðinshúsinu og Seljaveg 2 í Reykjavík, hefur gert eina mynd í Vestmanneyjum og hún ekki síðri en hinar. Og umhverfisgarðurinn sem Gunna Dís og co gerðu þarna er fallegt umhverfi fyrir myndina.

Processed with Moldiv

Þarna er líka flott verk sem Eimskipafélagið hefur látið gera en það er eftir Kristínu Þorláksdóttur og Ými Grönvold.

Bakarí eitt í bænum hefur líka látið útbúa skemmtilega auglýsingu á vegginn hjá sér.

Processed with Moldiv

Náttúrufegurðin í eyjum er einstök, maður sýpur hveljur við hvert fótmál og Nonni frændi minn gerði söguna svo lifandi og gæddi staðina lífi.

En einu lundarnir sem ég sá voru málaðir á vegg í bænum.

Ekki er mikið um tré í bænum en sáum nokkra fallega garða og í einum þeirra var varað við reiðum hundi.

Processed with Moldiv

Í eyjum eru víst 24 veitingastaðir yfir sumartímann og við heimsóttum einn þeirra, Gott. Frábær staður rekinn af Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurði Gíslasyni sem gefið hafa út Heilsurétti Fjölskyldunnar.

Bæði er hann fallega innréttaður og maturinn einstaklega bragðgóður og gott viðmót starfsfólks.

Og þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi en Ásdís og Baldur eru grænmetisætur og Baldur Vegan. Þau fengu einstaklega gómsætan rétt.

Processed with Moldiv

Við kvöddum eyjarnar með söknuði og staðráðin í að koma fljótt aftur til baka.

Alltof mikið sem við áttum eftir að sjá og gera, klífa fjöllin, taka fleiri myndir, prófa fleiri veitingastaði, fara í siglingu og heimsækja vini.

Sjáumst fljótt aftur Vestmannaeyjar.

Hvað við erum flest heppin að með aldrinum fáum við ókeypis litun, breytum um útlit. Það er gránum. Ég læt lita mín, hef ekki haft kjark til að láta þau vaxa en dáist að þeim sem skarta gráum makka.

image

Fór á netið og fann þessar myndir af konum með flott grátt hár.

image

Það er sammerkt með þeim sem eru í þessari seríu að þær klæða sig hlutlaust. Er sjálf hrædd um að ef ég myndi láta gráu hárin vaxa myndi ég verða svo litlaus. En þá er kannski bara að láta svörtu fötin róa og klæða sig í litrík föt.

image

Hérna er leikið sér með gráa hárið, ungt fólk sem litað hefur hárið grátt og ber það einstaklega vel, flott kona á miðjum aldri og lituð kona með rosaflott hár og það er ólitað og svo herrann virðulegur og töff.

Þegar ég var í námi í París var ein þekktasta fyrirsætan ung kona sem hafði gránað mjög snemma, um tvítugt og var rosaflott.

Takið eftir myndinni af Madonnu, mér finnst hún flott með gráa hárið, flottari en með litaða ljósa hárið.

Og karlmenn fá vissan status með gráa hárinu sem er eftirsóknarverður á meðan við konurnar fáum status sem er það ekki. Eða hvað finnst ykkur?

Þyrfti að máta gráa hárið við mig, byrja á hárkollu kannski.

Elliðavatnið er í miklu uppáhaldi hjá okkur skötuhjúum, búum við það og göngum mikið í kringum það. Og alltaf kemur umhverfi þess á óvart, síbreytilegt. Ég fer oft ein og núna með símann með nýju macro linsunni og tek myndir af blómum, og göngutúr sem tekur venjulega 1 klst og 20 mín fer í 2 klst og 40 mín (er alltaf að taka tímann). Og með þessari linsu uppgötva ég ótrúlegan heim af allskonar litum formum og kemst að því að nóg er af myndefni sem vekur hjá mér áhuga.

Processed with Moldiv

Hérna er blóm smárans, gul blóm sem líkjast lúpínu en sjálf jurtin er miklu minni, hin veit ég ekki nöfnin á enda er áhugi minn bundinn við liti,form og að höndla eitthvað óvenjulegt.

Processed with Moldiv

Litarflóran er mjög fjölbreytt og formin ótrúleg.

Processed with Moldiv

Baldursbrá á hinum ýmsu vaxtarstigum.

Processed with Moldiv

Hérna er blóm illgresis sem er mjög fallegt í nærmynd, og svo hin sem eru á myndunum sem ég veit ekki hvað heita en hvíta blómið hefur þennan ótrúlega fallega krans sem maður sér ekki nema skoða með stækkunargleri, allavega ekki ég 🙂

Processed with Moldiv

Og þarna er hvíta blómið blóm arfans sem er víst mjög góð matjurt, fallega tvískipt blómblöðin.

Sé að blómin hafa misjafnan blómgunartíma svo ég hef nóg að gera í allt sumar að fylgjast með því og uppgötva nýtt og nýtt myndefni. Og ef þið vitið nöfnin á blómunum væri það ekki verra að hafa þau.

Við skötuhjúin skelltum okkur í gönguferð í kvöld, fengum okkar að borða á Gló og svo gengum við vestur í bæ.
Nýja linsan á Iphone-inum var prófuð og í þetta sinn var það fiskiauga linsan (fisheye). Maður verður ekkert sérstaklega fallegur í gegnum þessa linsu en fannst myndirnar fyndnar.
Svo ég læt vaða.
Processed with Moldiv
Minnir mig reyndar á teiknimyndafígúrur. Einhver sem man eftir fígúru sem líkist þessu fólki?
Processed with Moldiv
Rákumst á þetta skemmtilega leiktæki. Elfar aftur að leika hafmeyju en ég legg vefinn undir mig.

image

Yndislegt við tjörnina, svolítill dumbungur en fegurðin óumræðanleg.

 

382493_394543563994451_2072344699_n

Rakst á þessa flottu konu hjá Himneskum Herskörum. Langaði reyndar til að eignast hana, en var ekki til sölu.