Ég fer nú ekki oft á byggðasöfn en eitt það athyglisverðasta er byggðasafnið í Skógum. Og við vorum svo heppin að hitta Þórð Tómasson stofnanda safnins. En hann Elfar sambýlismaður minn er skyldur honum og með okkur var móðursystir hans Elfars og frændi frá henni Kanada.

20140630-001752-1072569.jpg
Skógarfoss alltaf jafn glæsilegur og hann skartaði sínu fegursta og allt var svo rosalega grænt.

IMG_4300

Þórður er orðin 93 ára gamall og ótrúlega unglegur og ern. Og hann spilaði fyrir okkur á orgelið og við sungum með. Og kanadabúarnir voru með alla texta á hreinu enda sálmarnir sem hann spilaði alþjóðlegir og þau kirkjurækið fólk. Smellið á linkinn hér fyrir ofan og þá getið þið séð og heyrt Þórð spila.

Processed with Moldiv

Að skoða söfn eins og þetta, hluti sem manni finnst hafa séð áður en síðan þegar maður tekur hvern hlut og rammar hann inn, eykst vægi hans. Og ég gerði það við fullt af þeim hér. Og vonandi er þið sammála mér um að þeir séu svolítið flottir, sérstaklega þegar þeir eru teknir útúr safninu.

Processed with Moldiv

Keramikverk sveitungana og svo útsaumsmerki um handklæði.

Processed with Moldiv

Klukkurnar á safninu.

Processed with Moldiv

Síðasta förukonan í Mýrdal fædd 1864 og dáin 1957, tuskudúkka sem gerð var af Jónu Sigríði Jónsdóttur.

Processed with Moldiv

Rokkur og handavinna kvenna úr sveitinni, segi kvenna því ef einhver karl ætti verk þarna hefði það líklega verið tekið fram sérstaklega.

Processed with Moldiv

Og brjóstmyndirnar af helling af merkismönnum sveitarinnar.

Processed with Moldiv

Fannst þessir púðar svolítið flottir, mjög skemmtileg hönnun.

Processed with Moldiv

Og hérna eru merkiskonurnar, þær voru aðeins færri, þó ég haldi nú ekki að þær hafi nú ekki verið færri í raun.

Processed with Moldiv

Ótrúlegar flottir rammar.

Processed with Moldiv

Og meiri útsaumur.

Processed with Moldiv

Garðbekkurinn við Skógarfoss, þar sem hvönnin treður sér undir bekkinn. Kisan hennar Guðrúnar systir hans Þórðar, blómið í jakkaboðingi Þórðar og skápur sem lítur út eins og teiknimyndaskápur.

Frábær heimsókn í alla staði, takk fyrir okkur Þórður og co.

Graffiti, streetart, hvað kallast það á íslensku? Við tölum um veggjakrot en það finnst mér vera annað en það sem ég er að taka myndir af.

image

Hérna eru tvær efri myndirnar frá Brooklyn en neðri myndin frá Sjómannadeginum 2012. Allar vel gerðar. Myndin efst til hægri er á skóla. Mjög ólíkir stílar en allar flottar á sinn hátt.

image

Brooklyn aftur, þar var rosamikið um veggjamyndlist, þessar eru allar í svipuðum litum. Mikið um ögrandi myndir, þó þessar séu frekar penar

image

Hérna eru myndir sem voru á veggjum í kringum Hjartagarðinn, frábærlega vel gerðar.

image

Fleiri myndir úr Hjartagarðinum. Spurning hvort það muni grilla í einhverja þeirra í nýju byggingunum?

Við skötuhjúin skelltum okkur í gönguferð í kvöld, fengum okkar að borða á Gló og svo gengum við vestur í bæ.
Nýja linsan á Iphone-inum var prófuð og í þetta sinn var það fiskiauga linsan (fisheye). Maður verður ekkert sérstaklega fallegur í gegnum þessa linsu en fannst myndirnar fyndnar.
Svo ég læt vaða.
Processed with Moldiv
Minnir mig reyndar á teiknimyndafígúrur. Einhver sem man eftir fígúru sem líkist þessu fólki?
Processed with Moldiv
Rákumst á þetta skemmtilega leiktæki. Elfar aftur að leika hafmeyju en ég legg vefinn undir mig.

 

Hef svo oft rekið mig á að ég verð að gefa borgum tækifæri. Lesa mig til og fara svo að kanna borgina á eigin spýtur. Þannig var það með Denver. Komst að raun um að hún er mjög spennandi borg og hefur uppá ýmislegt að bjóða.

20140623-010621-3981754.jpgVar búin að kynna mér aðeins Denver áður en ég fór í þetta sinn og sá að Larimer Square  (larimersquare.com ) var gata sem vert var að kíkja í. Og þangað fór ég og þetta er frábær gata, fullt af spennandi sérbúðum og veitingahúsum.

IMG_1485

Einn þeirra Rioja riojadenver.com  virtist standa uppúr og fá bestu umfjöllunina. Ég þangað og fékk besta og fallegast mat sem ég hef fengið í Bandaríkjunum. MMmmm….. hvað þetta var gott og fallegt. Ég tók fullt af myndum á staðnum og þjónarnir voru farnir að halda að ég væri matargagnrýnandi en það var ekki hægt annað en að taka myndir.

IMG_1486

 

Meira að segja borðplatan var fallegur grunnur fyrir myndirnar. Brauðið fallegt og borið fram í flottri körfu og þú valdir úr henni, smjörið á fallegum bakka og svo framvegis. Allt til að gera matinn sem girnilegastan. Svo var alltaf verið að bera í þig ýmislegt girnilegt smakk, eins og til dæmis heimagerðu kartöflufögurnar sem voru æði.

Processed with Moldiv

Strákarnir í flottu hatta búðinni, Goorin Bros. Hat Shop. Þeir sjálfir mjög skemmtilegir, annar þeirra sagðist vera frá Alabama og þegar ég spurði hann afhverju hann væri í Denver, sagði hann “Af því að Denver er ekki Alabama”, túlki það hver sem vill.

Processed with Moldiv

Þessar ferskur voru málaðar í einum undirgöngum og engillinn var fyrir utan franskan veitingastað “Bistro Vendome” sem mér skilst að sé þess virði að kíkja á, er bara opin á kvöldin.

Processed with Moldiv

Þennan dag var veðrið yndislegt og mikið um að vera í götunni. Og lífið þar gerði mig glaða í bragði og hlakkaði til að koma hingað aftur og “Walk in love”.

Ég er svo heppin að fá að fara til Boston við og við. Veðrið yndislegt og þá eins og hér lifnar allt við og allir drífa sig út að njóta veðursins. Borgin er vagga sjálfstæðis bandaríkjamanna. Frekar lágreist og mér hefur fundist hún vera evrópkasta borgin sem ég hef komið til í Bandríkjunum. 20140622-133530-48930767.jpg

Ein selfie verður að fylgja með. Og byggingarnar eru margar svo flottar. Þessi er eins og klippt út úr ævintýrum.

20140622-133530-48930971.jpg

Ég rekst svo oft á brúðhjón að láta mynda sig á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Hérna er heill her af brúðameyjum og sveinum í þessum fallega og rómantíska garði í Boston.

20140622-133531-48931351.jpg

Blóm, blóm, blóm og aftur blóm.

Processed with Moldiv

Náði þessari fínu mynd af fugli drekka vatn í þessum gosbrunni. Ótrúlegar fallegar bláar fjaðrir. Og veggurinn með verkfærunum var vegg skreyting í búð sem selur súkkulaði og allavega hnetublöndur. Gaman hvað ungt fólk er farið að skreyta búðirnar sínar fallega og frumlega.Á Charles Street er gaman að koma og þar fór ég að borða á stað sem heitir Figs, Ítalskur/amerískur http://toddenglishfigs.com/“>, mjög góður og mikil stemming á staðnum. 20140622-133532-48932181.jpg

Ég er alveg óð að taka myndir með nýju linsunni minni á Iphone-inn minn. Get tekið ótrúlegar nærmyndir af hinu ýmsu í umhverfinu. En núna eiga blóm hug minn allan. Og nóg er af þeim í Boston. Og svo birtast ný og ný eftir því sem líður á sumarið. Verður  nóg að gera hjá mér að fylgjast með því.20140622-133531-48931961.jpg

Maður sem tekur að sér að fara labba með hunda og er með fjóra. Hlið á húsi sem var þakið klifurjurtum. Þarna sést í gluggana en frá hlið er eins og húsið hverfi í gróðri.

20140622-133531-48931740.jpg

Hörpuleikarinn að spila, reyndar var gítarleikari með henni en hann var ekki nógu myndrænn, því var hann tekinn út af myndinni. Yndislegt að heyra hörputónana. Bandaríski fáninn allsstaðar sýnilegur.

imageNew York er alltaf svo spennandi. Alltaf langað til að fara inn á Ace Hotelið. Þar er gamaldags ljósmyndakassi og ég ákvað að prufa að taka mynd og langaði að fara aftur og aftur

París er yndisleg og ekki verra að vera með parísarklíkunni minni, Ingu, Sigrúnu, Grėtu og Heimi. Borgin alltaf jafn yndisleg og  stór hluti af okkur öllum, þar lærðum við öll og tókum svo margt með okkur heim, matarást, ást á húsalist, myndlist, og áhugi á mannlífinu yfirhöfuð.

image image

Fann þessar myndir af ofboðslega flottum konum. Þær eru á aldrinum 59 – 83 ára, hver annarri flottari. Myndirnar eru teknar af Ljósmyndaranum og bloggaranum Ari Seth Cohen fyrir Vouge fyrir júlí heftið núna í sumar.

image

 

Hugmyndaríkar og drjarfar í klæðaburði og sóma sér vel á síðum hvaða tískublaðs sem er. Finnst reyndar að tískuhús eigi að nota módel á öllum aldri til þess að sýna fötin þeirra.

image

 

Ég sjálf mætti taka þær til fyrirmyndar og vera djarfari að klæða mig, t.d. í liti. Er alltof svört.

Hér mældist 26 c hiti. Og við erum að stikna, í alvöru. Engin gola til að kæla mann. En hægt að gleðja okkur með góðum mat. Fengum okkur penan en bragðgóðan brunch.

Vona að þið hafið sem flest átt góðan dag í sólinni.

image

 

 

 

Við Elfar skelltum okkur á hjólin og hjólum frá Vatnsenda og niður í bæ og til baka. Auðveldara en ég hélt.

image

 

Byrjuðum á Cafe Flóru. Ég fékk mér Gulrótar og Graskerssúpu, Elfar fékk sér kaffi. Hann ekkert svangur. Alltaf stemming að koma hingað og ég hitti fullt af fólki.

image

Hitti Hófý vinkou og Helgu vinkonu hennar. Fallegu blómin út um allt og þarna er yfirleitt logn.

image

Næst lá leiðin niður í bæ. Fórum vestur í bæ að skoða meðal annars Graffiti eftir Söru Riel. Erum búin að sjá sýninguna hennar í Listasafni Íslands, frábær listamaður. Og þarna rétthjá var mynd af afa eigenda hús nokkurs sem erlendur listamaður gerði, frábær mynd, fer húsinu vel. Og svo Graffitið sem prýðir girðinguna við hliðina á Héðinshúsinu.

image

Harpan flott. Við enduðum svo á Gló, nýja staðnum við Klapparstíg. Mjög vel heppnaður staður og maturinn eins og alltaf mjög góður.